Krabbaveislan
Hæ,
Sit hérna í eldhúsinu hjá Helga og Söru og er að jafna mig eftir alveg brillijant krabbaveislupartý hjá vinafólki þeirra Sunnu og Sigurði Ingva. Þarna voru hátt í 25 til 30 manns ásamt börnum. Við borðuðum vatnakrabba og allskonar góð salöt. Þetta var virkilega gott og skemmtilegt að borða. Drukkum með þessu ýmislegt áfengi og staupuðum okkur með ákavíti. Svo var dansað og skrafað langt fram eftir nóttu. Alveg ótrúlega gaman og mikið bullað og rætt um snigla og ömurleika dansatriða og svo videre. Kem alveg örugglega eftir ár...ef ég má.
Þetta er búið að vera ofsalega gaman og ég hef haft virkilega gott af þessari Stokkferð.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Sit hérna í eldhúsinu hjá Helga og Söru og er að jafna mig eftir alveg brillijant krabbaveislupartý hjá vinafólki þeirra Sunnu og Sigurði Ingva. Þarna voru hátt í 25 til 30 manns ásamt börnum. Við borðuðum vatnakrabba og allskonar góð salöt. Þetta var virkilega gott og skemmtilegt að borða. Drukkum með þessu ýmislegt áfengi og staupuðum okkur með ákavíti. Svo var dansað og skrafað langt fram eftir nóttu. Alveg ótrúlega gaman og mikið bullað og rætt um snigla og ömurleika dansatriða og svo videre. Kem alveg örugglega eftir ár...ef ég má.
Þetta er búið að vera ofsalega gaman og ég hef haft virkilega gott af þessari Stokkferð.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Ummæli